föstudagur, janúar 27, 2006

Hvernig er ekki annað hægt en að brosa út að eyrum þegar maður gengur í sólinni niður Broadway með sírenuvælið í eyrunum, á næsta götuhorni stendur einhver homeless person og lætur skoðun sína á New York í ljós svo allir heyri, framhjá hverrri flottu búðinni sem ég geng kemst eg nær Chinatown þar sem allt úir og grúir af fólki, fleirri búðir og sölubásar sem bjóða þér allt sem þig vantar og það sem ekki er til bjóða einhverjir menn þér í hljóði, eins og "ekta" Rolex úr og þessháttar.
Ohh ég get nú ekki orðum bundist yfir þessari borg sem sefur aldrei, hún er frábær og ég elska að vera hérna og langar ekki neitt heim aftur. Og þó svo að borgin sé nú misfalleg já svona eftir því hvort að það sé dagur eða nótt aðallega, því á kvöldin þegar allt (það er búðirnar sko) er lokað fer hún í hamskipti og verður frekar skítug, en þegar sólin skein hérna á okkur leið mér eins og Carrie Bradshaw þar sem við löbbuðum um Manhattan, skoðuðum í búðir, drukkum kaffi to go og lönsuðum á flottum stöðum og ég get ekki annað en brosað og leyft unaðstilfinningunni að flæða.
En það var alveg með ólíkindum að mér skildi ekki takast að týnast í þessari borg, ok hún er náttúrulega sko þannig vel sett upp að meira að segja mér tókst það ekki en ég er sko þannig áttavilltur þegar ég er í nýjum borgum að ef ég labba einn útaf hóteli snú mér í hálfan hring þá er ég orðinn týndur og finn ekki aftur leiðina heim!! Og ég er ekki að ýkja. En hérna eyddi ég heilum degi aleinn og gekk hverja götuna á fætur annari og komst alltaf til baka.

2 Comments:

At 2:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er þér svo sammála, NY er æði!

 
At 8:33 e.h., Blogger Dúskur said...

Told you so!
Og hvað erum við enn að gera í krummaskuðinu Reykjavík???

 

Skrifa ummæli

<< Home