miðvikudagur, maí 16, 2007

password blondína


shoot!! hvernig get ég munað gamla passwordið hérna inn en ekki inná .com síðuna mína?? hefði kannski ekki átt að lita á mér hárið ljóst aftur!!

Allavegana erum við bara nokkuð hressir hérna í London þrátt fyrir rigningu og viðbjóð enda nýkomnir frá París þar sem við eyddum helgi í rólegheitum og rómó stuði, er það ekki annars það sem parís hefur fram yfir aðrar borgir!!
En svona í stuttu máli að þá höfum við frá síðustu veffærslu:
Farið til Kanarí eyja.......hóst hóst, en gaman saman með sveita sis
Farið til Parísar....love it
Flutt í nýja íbúð.....Queenspark :)
Fengið tengdó í heimsókn...alltaf gaman
Kíkt út með íslendingum....Sanderson hótel klikkar ekki
Ekki horft á eurovision...who cares anyway
Gleymt að kjósa á Íslandi......blátt eða grænt!! veit ekki!!
Og sitthvað meir sem ekki er prentvænt!!....eða ekki!
Over to you!

mánudagur, september 25, 2006

Fluttur

http://www.joiogfjalar.com er nýja síðan :)

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

music!!

sit hérna heima núna í fríi og er að undirbúa mig andlega undir kvöldið sem verður tekið snemma við Wembley Arena þar sem Madonna mun syngja fyrir okkur nokkur lög og jafnvel taka nokkur flott spor með. Ég er að tryllast úr spenning við að vera að fara að sjá sjálfa drottninguna og ég held að ég eigi eftir að verða fyrir svipaðri ef ekki meiri geðshræringu þegar ég sá Celine í Vegas, en læt ykkur vita að því eftir tónleikana. Annars höfum við verið duglegir að fara á "tónleika" hérna í London og sáum Heather Small( M-People) síðustu helgi og hún var æði höfum einnig séð Texas, Dannii og Kylie Minoge og einhverja fleirri sem ég bara man ekki akkúrat núna!!
Já og ég var að fá stöðuhækkun þannig að við erum ekkert á leiðinni til íslands í bráð, ætlum að njóta velgengninnar á meðan hún er :) þannig að ef þú saknar mín komdu þá í heimsókn til London.....

mánudagur, júlí 10, 2006

borgin mín

hvurslags borg er þetta eiginlega sem við búum í? þegar ég var að fara heim úr vinnunni á föstudaginn og ætlaði að taka lestina eins og venjulega var búið að girða af alla stöðina og stóð fólk í hnapp fyrir fram lögreglutapeið "police line do not cross" og beið, já það var ár síðan að sprengjurnar sprungu hérna og virtist fólk hugsa um það fyrst en svo kom í ljós að manni hafði verið hent fyrir lest og er talið að þetta hafi verið handahófskennt morð!!

Barnaníðing sem var sleppt lausum fyrir einhverjum mánuðum síðan var svo handtekinn aftur núna eftir að hafa misnotað 8 ára gamla stelpu, hann á möguleika á að sleppa út eftir 5 ár!!!

Skotið var á 3 manneskjur við næturklúbb á aðfaranótt sunnudags, ekki er vitað ástæðu skotárásarinar!!

og þetta er bara brot að því sem ég heyrði af núna um helgina!

sunnudagur, júlí 02, 2006

spurning

what do you miss about Iceland? var spurning sem ég fékk um daginn og eftir dágóða umhugsun var eina svar mitt fjölskyldan og vinirnir. ég meina hvað er hægt að sakna einhvers þegar ég hef manninn sem ég elska hjá mér, bý í frábærri stórborg, sólin skín útí eitt núna, er með fína vinnu og hef það bara gott!!! svo er hluti af vinunum og fjölskyldunni búnir að koma hingað til okkar og restin væntanleg í ágúst, ég bara þarf ekki meir nema þá kannski hund.

Já og europride var í fullum gangi hérna í gær og hef ég ekki séð annan eins fjölda af fólki saman komið til að fagna kynhneigðinni, það er ekki laust við að við höfum fellt tár þegar hver vagninn á fætur öðrum ók framhjá mannhafinu sem fangaði hverjum og einum sem hetju, en kvöld og nætur stemminginn var svo yfirfull í Soho og bara gleðin sem réð ríkjum þrátt fyrir fall "okkar" úr heimsmeistarakeppninni og voru tónleikarnir með Texas sem við fórum á í nótt alveg til að láta mann gleyma öllu, sjúklega skemmtilegur dagur sem entist framundir morgun og sólin sem vakti mig svo í morgun til að minna mig á brúnkunna sem ég þarf að viðhalda fullkomnar þennan dag.

laugardagur, júlí 01, 2006

ökli eða eyra!!

já djókið var semsagt á mig með rigninguna þarna um daginn því núna hefur varla rignt hérna í mánuð eða svo og er búinn að vera þannig hitabylgja að ég hef varla komist í föt þegar best lætur og höfum við nýtt okkur svalirnar okkar frá morgni til kvölds.
Sáu þið að Kylie var með smá comeback hérna í London??? aha ég var þar!! gargaði úr mér lungun ásamt fullum stað af hommum "come on and jump to the beat"
Europride að hefjast í dag og stefnum við niðrí bæ í dag til að fagna og já það er svona 28-30 stiga hiti þannig að það verða allir léttklæddir í dag........

Allavegana þá elskum við London og sama hvaða saga er í gangi þarna á íslandi þá erum við ekki fluttir aftur þangað, ég kíkti bara í smá heimsókn þegar betri helmingurinn af mér var að vinna þar!!!!

þriðjudagur, maí 30, 2006

is the joke on me??

já ég er nú farinn að hallast að jókið sé á mig bara, hér rignir bara útí eitt og sólinn rétt lætur sjá sig til að pirra mig og flísið er komið fram,viðbjóður!! Ég missti af Betu, djö.... hefði alveg verið til í hommaskúbbið frá júróvisíjón, sem bytheway hefur ekki verið minnst á hérna og við sáum það ekki þannig að kæra Silvía ertu til í að senda mér upptöku af atriðinu þín? En allavegana eru íslensku gestirnir búnir að vera hérna hjá okkur og yfir júró helgina voru dúskarnir hérna að missa af júróinu með okkur :( og suður amerísku túristarnir K og K hafa haldið uppi stuðinu síðustu daga. En ég missti af Betu :(