þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Hugurinn ber mig hálfa leið

Á ekki nógu mörgum ferðum mínum af þessu skeri eru nokkur atriði sem mér varð hugsað til í morgun, þegar útþráinn náði heljartökum á mér.
Í útlöndum hef ég meðal annars:

-setið aftaná pall á bíl með hund í fanginu um miðja nótt í leit að hommaklúbb, bílstjórin drukkin kona sem "þekkti" alla Veróna.
-Horft á fullorðin mann slá lítinn dreng sem náði ekki að selja túristum eitthvað dót í Kairó
-Farið uppí Empire state building þrátt fyrir mikla lofthræðslu.
-Dregið vini og kunningja á geðveikt djamm,bæði í NY og Helsinki.
-Eytt alltof miklum peningum í spilakassa í Vegas,Monaco og Helsinki.(spilafíkn)
-Þefað upp hommaklúbba hvert sem ég fer.
-Keyrt eftir Ítölsku ríveríunni
-Týnst í Feneyjum,Veróna,Barcelona og pottþétt á flestum stöðum sem ég hef komið á.
-Fullt sem ekki má segja frá.
Núna verð ég að fara að komast í nýtt ævintýri.........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home