föstudagur, apríl 07, 2006

London í mér

Ok núna er þessi borg alveg að sökkva inní mig, eða nálgast það allavegana. Vissulega er mér búið að takast að týnast hérna eins og hægt var nú að gera ráð fyrir þar sem að ég týnist ef ég fer út fyrir 101 Reykjavík, en með því að týnast hérna fékk ég að sjá Abbey Road studio og eitt frekar slæmt hverfi Lundúna, en í öllu mínu cooli lét ég það nú ekki á mig fá og hafði uppá næstu tubestöð og komst þar með í fangið á mínum heittelskaða sem vissulega var að fara yfirum á að ég væri "bara einhversstaðar", sem var mín besta útskýring þegar spurður um hvar ég væri.

Búinn að kíkja í atvinnuviðtal, á ensku, gekk vel og ég bara bíð núna.

En aftur aðeins að borginni því ekki fyrir svo löngu síðan var ég í New York og sú borg átti svo vel við mig og núna eftir þennan tíma hérna er ég búinn að sjá afhverju, NY er svo skipulögð á meðan London er útum allt þvers og kruss og ég gjörsamlega inní mér og sé ekki neinar áttir, en skildi ég venjast því og einhvern daginn getað farið hérna um án þess að týnast? vonandi.

Annars er frábært að sitja úti á svölum drekka morgunkaffið og fylgjast með íkornunum í garðinum, hoppa í grasinu og leita sér að fæði, heima er allt í frosti og snjó, i´m happy :)

2 Comments:

At 4:41 e.h., Blogger Dúskur said...

Við förum nú að koma til að halda þér selskap, þetta gengur ekki!
Gott að heyra að Lundúnaborg nær þér á þennan hátt :)

 
At 7:45 f.h., Blogger Fjalar said...

oh!! okkur hlakkar svo til að fá ykkur hingað til okkar:)

 

Skrifa ummæli

<< Home