sunnudagur, júlí 02, 2006

spurning

what do you miss about Iceland? var spurning sem ég fékk um daginn og eftir dágóða umhugsun var eina svar mitt fjölskyldan og vinirnir. ég meina hvað er hægt að sakna einhvers þegar ég hef manninn sem ég elska hjá mér, bý í frábærri stórborg, sólin skín útí eitt núna, er með fína vinnu og hef það bara gott!!! svo er hluti af vinunum og fjölskyldunni búnir að koma hingað til okkar og restin væntanleg í ágúst, ég bara þarf ekki meir nema þá kannski hund.

Já og europride var í fullum gangi hérna í gær og hef ég ekki séð annan eins fjölda af fólki saman komið til að fagna kynhneigðinni, það er ekki laust við að við höfum fellt tár þegar hver vagninn á fætur öðrum ók framhjá mannhafinu sem fangaði hverjum og einum sem hetju, en kvöld og nætur stemminginn var svo yfirfull í Soho og bara gleðin sem réð ríkjum þrátt fyrir fall "okkar" úr heimsmeistarakeppninni og voru tónleikarnir með Texas sem við fórum á í nótt alveg til að láta mann gleyma öllu, sjúklega skemmtilegur dagur sem entist framundir morgun og sólin sem vakti mig svo í morgun til að minna mig á brúnkunna sem ég þarf að viðhalda fullkomnar þennan dag.

1 Comments:

At 12:53 e.h., Blogger Dúskur said...

Já ég tók eftir þessu sólskinsveðri í Lundúnum um daginn þegar ég rak hausinn út úr vélinni og settist með kaffibolla á tröppurnar fyrir utan. Var ekki langt frá því að hlaupast á brott og draga ykkur karla með á kaffihús :) En skyldan kallar og hungraðir farþegar alheimsins bíða manns.
En gott að breska kynvillan var svona frábær, would have loved to be there!
Þangað til næst......

 

Skrifa ummæli

<< Home