mánudagur, júlí 10, 2006

borgin mín

hvurslags borg er þetta eiginlega sem við búum í? þegar ég var að fara heim úr vinnunni á föstudaginn og ætlaði að taka lestina eins og venjulega var búið að girða af alla stöðina og stóð fólk í hnapp fyrir fram lögreglutapeið "police line do not cross" og beið, já það var ár síðan að sprengjurnar sprungu hérna og virtist fólk hugsa um það fyrst en svo kom í ljós að manni hafði verið hent fyrir lest og er talið að þetta hafi verið handahófskennt morð!!

Barnaníðing sem var sleppt lausum fyrir einhverjum mánuðum síðan var svo handtekinn aftur núna eftir að hafa misnotað 8 ára gamla stelpu, hann á möguleika á að sleppa út eftir 5 ár!!!

Skotið var á 3 manneskjur við næturklúbb á aðfaranótt sunnudags, ekki er vitað ástæðu skotárásarinar!!

og þetta er bara brot að því sem ég heyrði af núna um helgina!

4 Comments:

At 2:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Welcome to the big city living....
Knús og kram.

 
At 12:04 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

..viljiði bara gjöra svo vel að dru..a ykkur heim úr þessu lastabæli!
-kriss

 
At 8:48 e.h., Blogger Dúskur said...

úúúúúú! i like!!! :)
smá spenna og hasar skaðar mann ekki, mynduð þið frekar vilja búa hér í sveitinni þar mestu áhyggjurnar snúast um leiðarkerfi strætó????
held ekki!
sakna ykkar guys!

 
At 7:33 f.h., Blogger Fjalar said...

ohh nei ég er sko ekki til i að koma til íslands strax aftur, sérstaklega þar sem að ég nota ekki strætó þannig að ég yrði ekki viðræðuhæfur þar ;) en elsku dúskur núna er bara að vera duglegur að fylgjast með tilboðum frá icelandexpress og koma aftur....eða bara frá companyinu þínu :) söknum ykkar líka.......

 

Skrifa ummæli

<< Home