föstudagur, janúar 27, 2006

Hvernig er ekki annað hægt en að brosa út að eyrum þegar maður gengur í sólinni niður Broadway með sírenuvælið í eyrunum, á næsta götuhorni stendur einhver homeless person og lætur skoðun sína á New York í ljós svo allir heyri, framhjá hverrri flottu búðinni sem ég geng kemst eg nær Chinatown þar sem allt úir og grúir af fólki, fleirri búðir og sölubásar sem bjóða þér allt sem þig vantar og það sem ekki er til bjóða einhverjir menn þér í hljóði, eins og "ekta" Rolex úr og þessháttar.
Ohh ég get nú ekki orðum bundist yfir þessari borg sem sefur aldrei, hún er frábær og ég elska að vera hérna og langar ekki neitt heim aftur. Og þó svo að borgin sé nú misfalleg já svona eftir því hvort að það sé dagur eða nótt aðallega, því á kvöldin þegar allt (það er búðirnar sko) er lokað fer hún í hamskipti og verður frekar skítug, en þegar sólin skein hérna á okkur leið mér eins og Carrie Bradshaw þar sem við löbbuðum um Manhattan, skoðuðum í búðir, drukkum kaffi to go og lönsuðum á flottum stöðum og ég get ekki annað en brosað og leyft unaðstilfinningunni að flæða.
En það var alveg með ólíkindum að mér skildi ekki takast að týnast í þessari borg, ok hún er náttúrulega sko þannig vel sett upp að meira að segja mér tókst það ekki en ég er sko þannig áttavilltur þegar ég er í nýjum borgum að ef ég labba einn útaf hóteli snú mér í hálfan hring þá er ég orðinn týndur og finn ekki aftur leiðina heim!! Og ég er ekki að ýkja. En hérna eyddi ég heilum degi aleinn og gekk hverja götuna á fætur annari og komst alltaf til baka.

New York á hug minn allan

laugardagur, janúar 21, 2006


Leyfar fr� 11.september Posted by Picasa


Posted by Picasa


ny Posted by Picasa

New York New York

Ég skil hvað Frankie var að tala um þegar hann sagði að þetta væri borgin til að vakna uppí,borgin sem sefur aldrei og ég er kóngurinn á hæðinni. Ég skil afhverju Carrie hálfdansar þegar hún gengur um Manhattan.
Ég held ég geti alveg sagt það að mig langar ekki aftur heim eftir að hafa verið hérna í New York, ég elska þessa borg.

En meira um það síða því ég þarf að fara á Starbucks í morgunmat og svo beint að versla…..

Helsinki

29.10.2005

Mikið er það leiðinlegt að sitja svona í flugvél og gera ekki neitt, ég þekki ekkert fólkið sem er hérna með mér í vélinni og á ekki eftir að kynnast þeim því maður er ekki að spjalla við ókunnuga í flugvélum eða allavegana ekki ég, hef aldrei skilið afhverju íslendingar eiga að verða svo miklir vinir þegar þeir yfirgefa landið sitt, verður alltíeinu eins og að við eigum heiminn sameiginlega afþví að við erum íslendingar já ég nenni því ekki og reyni að forðast samlanda mina eins og mér er mögulegt þegar ég er að erlendri grund en konurnar í næstu röð fyrir aftan mig hafa spjallað aðeins saman og það er greinlegt að þær þekktust ekki fyrir flugtak en eru að verða ansi góðar vinkonur núna þegar við erum bara rétt kominn af stað.
En það eru örugglega fleirri en ég sem eru pinku pirraðir, enda lítið barn búið að grenja mest alla leiðinna og ég setti Celine í botn í eyrun til að losna undan þeirri þjáningu að hlusta á barnið.
Annars er flugið mitt á leiðinni til Stokkhólms þar sem ég mun stoppa í svona tvo og hálfan tíma, rétt næ að fá mér bjór og sígó og versla eitthvað áður en að ég held í annað flug á vit ástarinnar í Helsinki þar sem kærastinn minn er þennan mánuðinn að vinna, en jæja núna er flugstjórinn að banna öll rafeindartæki því það á að fara að lenda á Arland flugvelli.

Kominn á fast sænskt land og byrjaði á því að finna hvar tengi flugið mitt væri því ég er eins og álfur úr heiðskíru lofti þegar kemur að flugvöllum og týnist auðveldlega á þeim og skil ekki neitt, mætti alveg segja mér að ég sé kannski ekki sá klárasti á markaðnum en mér tókst þetta núna með því markmiði að mér tækist þetta uppá eigin spýtur því ekki ætlaði ég að fara að missa af næsta flugi sem færir mig nær ástinni minni sem bíður núna eftir mér. Eina leiðinn sem ég sé núna hvernig ég geti mögulegar klúðrað þessu er ef ég held áfram að drekka svona stíft og enda á skallanum hérna, en ég á nú ekki von á því þar sem að ástin hefur heltekið mig í Helsinki og ég vil vera vel vakandi fyrir hana.

Helsinki.
Eftir stutt flug á milli landa þar sem að ég rétt náði að sofna aðeins og hefði sofið lengur ef að maðurinn við hliðinna á mér hefði ekki klipið í síðunna á mér til að láta mig vita að fluffan var með djús og þurra brauð bollu handa mér, og þar sem að ég er mjög kítlinn og var sofandi hrökk ég upp eins og það væri verið að fara að sprengja upp vélina og varð ekki glaður en aumingjans fluffan varð eins og þorskur í framan og lét mig hafa fangamatinn með skömm. En til Helsinki komst ég og tók þar ástin á móti mér.


Það var greinilega útsala hjá einhverri hárgreiðslustofunni því svona 70 % kvenna hérna eru með sama eða svipaðan hárlit, en eru alveg frá því að vera rússneskar babúskur í high class fashion models eða allt að því!!!! En allavegana eru finnar greinilega mjög móðins þegar kemur að innastokks munum því hér eru þvílíkt flottar búðir sem selja design, design og meira design hluti og ætti ég mjög auðvelt með að endurlýsa allt Ísland með þessum flottu ljósu sem fást hérna, Marimekko á hverju götuhorni og múmminálfarnir á víð og dreif. Að ógleymdum kaffihúsunum hérna sem rúmma örugglega alla skandinavíu. Fórum á Garlic stað í gærkvöldi að borða því það var búið að segja okkur að þetta væri svo frábær staður, en því miður verð ég bara að segja að það sem stóð uppúr var einfaldlega brauðið og hvítlaukdippið sem var boðið uppá áður en að maturinn var borinn fram. Ekkert verið að garlic elda matinn þarna og eiginlega ekkert bragð jú reyndar saltbragð en ekki mikið af því.

Eyði þeim hluta dagsins sem Jói er að vinna í búðarrölti og við að skoða í kringum mig, en þó svo að ég sé svona mikið shopaholic er mér nánast ekki búið að taka að kaupa neitt, sé bara allar þessar flottu húsgagnabúðir og langar í svo margt í þeim en fer nú ekki að burðast með nýtt sófasett í handfarangrinum.