mánudagur, júlí 10, 2006

borgin mín

hvurslags borg er þetta eiginlega sem við búum í? þegar ég var að fara heim úr vinnunni á föstudaginn og ætlaði að taka lestina eins og venjulega var búið að girða af alla stöðina og stóð fólk í hnapp fyrir fram lögreglutapeið "police line do not cross" og beið, já það var ár síðan að sprengjurnar sprungu hérna og virtist fólk hugsa um það fyrst en svo kom í ljós að manni hafði verið hent fyrir lest og er talið að þetta hafi verið handahófskennt morð!!

Barnaníðing sem var sleppt lausum fyrir einhverjum mánuðum síðan var svo handtekinn aftur núna eftir að hafa misnotað 8 ára gamla stelpu, hann á möguleika á að sleppa út eftir 5 ár!!!

Skotið var á 3 manneskjur við næturklúbb á aðfaranótt sunnudags, ekki er vitað ástæðu skotárásarinar!!

og þetta er bara brot að því sem ég heyrði af núna um helgina!

sunnudagur, júlí 02, 2006

spurning

what do you miss about Iceland? var spurning sem ég fékk um daginn og eftir dágóða umhugsun var eina svar mitt fjölskyldan og vinirnir. ég meina hvað er hægt að sakna einhvers þegar ég hef manninn sem ég elska hjá mér, bý í frábærri stórborg, sólin skín útí eitt núna, er með fína vinnu og hef það bara gott!!! svo er hluti af vinunum og fjölskyldunni búnir að koma hingað til okkar og restin væntanleg í ágúst, ég bara þarf ekki meir nema þá kannski hund.

Já og europride var í fullum gangi hérna í gær og hef ég ekki séð annan eins fjölda af fólki saman komið til að fagna kynhneigðinni, það er ekki laust við að við höfum fellt tár þegar hver vagninn á fætur öðrum ók framhjá mannhafinu sem fangaði hverjum og einum sem hetju, en kvöld og nætur stemminginn var svo yfirfull í Soho og bara gleðin sem réð ríkjum þrátt fyrir fall "okkar" úr heimsmeistarakeppninni og voru tónleikarnir með Texas sem við fórum á í nótt alveg til að láta mann gleyma öllu, sjúklega skemmtilegur dagur sem entist framundir morgun og sólin sem vakti mig svo í morgun til að minna mig á brúnkunna sem ég þarf að viðhalda fullkomnar þennan dag.

laugardagur, júlí 01, 2006

ökli eða eyra!!

já djókið var semsagt á mig með rigninguna þarna um daginn því núna hefur varla rignt hérna í mánuð eða svo og er búinn að vera þannig hitabylgja að ég hef varla komist í föt þegar best lætur og höfum við nýtt okkur svalirnar okkar frá morgni til kvölds.
Sáu þið að Kylie var með smá comeback hérna í London??? aha ég var þar!! gargaði úr mér lungun ásamt fullum stað af hommum "come on and jump to the beat"
Europride að hefjast í dag og stefnum við niðrí bæ í dag til að fagna og já það er svona 28-30 stiga hiti þannig að það verða allir léttklæddir í dag........

Allavegana þá elskum við London og sama hvaða saga er í gangi þarna á íslandi þá erum við ekki fluttir aftur þangað, ég kíkti bara í smá heimsókn þegar betri helmingurinn af mér var að vinna þar!!!!