fimmtudagur, febrúar 23, 2006

eitthvað í áttina þó

Já þar sem útþrá mín er mikil þessa dagana og ég finn að ég verð að svala henni hef ég ásamt manni mínum ákveðið að leggja borg undir fót og skella okkur til Agureyris komandi helgi, ok það er ekki alveg það sem mig þyrstir í en hey það verður bara að duga þar til næsta ferð verður farinn frá Keflavík.
Með því að googla Kristínu og Kötu fann ég þær einhversstaðar í http://www.bakpokadyr.blogspot.com þarna í Suður Ameríku, gaman að lesa ferðasögu þeirra.

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Hugurinn ber mig hálfa leið

Á ekki nógu mörgum ferðum mínum af þessu skeri eru nokkur atriði sem mér varð hugsað til í morgun, þegar útþráinn náði heljartökum á mér.
Í útlöndum hef ég meðal annars:

-setið aftaná pall á bíl með hund í fanginu um miðja nótt í leit að hommaklúbb, bílstjórin drukkin kona sem "þekkti" alla Veróna.
-Horft á fullorðin mann slá lítinn dreng sem náði ekki að selja túristum eitthvað dót í Kairó
-Farið uppí Empire state building þrátt fyrir mikla lofthræðslu.
-Dregið vini og kunningja á geðveikt djamm,bæði í NY og Helsinki.
-Eytt alltof miklum peningum í spilakassa í Vegas,Monaco og Helsinki.(spilafíkn)
-Þefað upp hommaklúbba hvert sem ég fer.
-Keyrt eftir Ítölsku ríveríunni
-Týnst í Feneyjum,Veróna,Barcelona og pottþétt á flestum stöðum sem ég hef komið á.
-Fullt sem ekki má segja frá.
Núna verð ég að fara að komast í nýtt ævintýri.........

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Stórborgin í mér

Það virðist að svo mörgu leyti vera svo mikil minnimáttarkennd sem heltekur mann við að búa í reykjavík, kannski besta leiðin til að útskýra það er með því hvað allt er “hallærislegt” hérna eins og tildæmis núna þá sit ég í hádeginu inná einu af kaffihús borgarinnar og er með tölvuna mína með mér, það er greinilega ekki alveg nógu smart eða kannski er ég bara ekki inná rétta kaffihúsinu, það er rigning eins og svo oft áður úti en það er enginn með regnhlíf hvað þá í regnjakka, og ég já ég er í leðurjakka og gallabuxum því ég get ekki látið sjá mig í miðborginni ósmart það er alveg á hreinu. Ég veit líka alveg af því hvað það er að búa hérna í þessari svokölluðu stórborg þar sem 99% fólksins talar sama tungumálið og ég skil allt sem er sagt á borðunum í kringum mig og ef síminn minn hringjir skilja allir út á hvað samtalið gengur, kannski það versta við þessi 1% sem ekki tala íslensku er að þau eru mestmegnis að vinna á veitingastöðum, og skilja mig þaraf leiðandi ekki jú nema aðég vippi mér yfir á ensku eins og flestum íslendingum finnst nú svo skemmtilegt að gera þegar þeir rekast á útlendinga, hvort sem að þeir eru túristar,nýbúar eða já hvað þetta heitir allt saman,en kannski er þetta hluti af því að Reykjavík er stórborg eða allavegana viljum við hafa hana sem stórborg ekki satt. Ég bara sé það ekki alveg og næ ekki alveg að fá Pollyönnu til að setjast hérna hjá mér við borðið til að sannfæra mig að Reykjavík sé eitthvað stórt og með það held ég af stað aftur útá götur þorpsins míns þar sem ég þekkji mig svo vel til og hitti pottþétt einhvern sem ég þekki