Heimurinn og ég
fimmtudagur, mars 30, 2006
laugardagur, mars 18, 2006
tilbreyting
já stærsti viðburður lífs míns þessa dagana var að labba niðrí bæ og mér til mikillar gleði sá ég að Odd Nerdrum hefur lagt Hvítu víkingskápunni og er kominn í ansi herralegan frakka, já ekki alveg sama ásýnd en skemmtileg tilbreyting.Fór í KB banka á vesturgötu til að losa mig við tugi þúsunda sem við höfðum safnað uppí krukkum hér og þar og mér til mikilla skelfingar var gjaldkerinn þar með allan vanda heimsins á herðum sér og ég var þarna mættur til að leggja líf hennar endanlega í rúst og fékk sko alveg að finna fyrir því að ég hafði ekki flokkað erlenda mynt frá þeirri íslensku og stóð hún og grýtti myntinni sem fastast á borðið til að leggja áherslu á hvað ég væri nú búinn að gera HENNI og eftir að ég var búinn að taka smá kast á hana sá ég að alheimsvandamál hennar væru stærri en ég hefði áhuga á að takast á við þarna í litla útibúinu, þannig að ég sá mér fátt annað fært en að biðja hana innilegrar afsökunar á þessu, og þvílík vitleysa þetta væri nú hjá mér að vera að bera allt þetta klink með mér heim, hefði nú frekar átt að gefa einhverjum fátæklingnum það, þakkaði svo innilega fyrir mig og óskaði henni góðrar helgar.....samstarfskonurnar flissuðu í sínum básum og ég gekk sæll út með seðlana mína.